Tvær stjörnur

Tvær stjörnur er hálsmen sem Katrín Björk Guðjónsdóttir frá Flateyri hannaði.

Katrín stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hún fékk alvarlega heilablæðingu 22 ára að aldri. Hún hefur þurft að kljást við mikla líkamlega fötlun síðan og hefur verið í stöðugri endurhæfingu. Hún hefur deilt lífi sínu, sigrum og raunum á samfélagsmiðlum og vakið þjóðarathygli fyrir jákvæðni, bjartsýni og baráttumóð andspænis þeim miklu erfiðleikum og áföllum sem á henni hafa dunið.

Tvær stjörnur eru í raun enn ein birtingarmynd dugnaðar, hugrekkis og þeirrar afstöðu Katrínar að láta aldrei deigan síga. Katrín fékk hugmynd að skartgrip og hannaði menið Tvær stjörnur sem tákn um von, kærleika og samstöðu, þar sem sjá má úr meninu tvær stjörnur eða verur sem styðja hvor við aðra. Haraldur Hrafn Guðmundsson, mágur Katrínar og gullsmíðameistari, smíðaði gripinn í samvinnu við Katrínu og fékkst styrkur frá Þróunarsjóði Flateyrar til framleiðslu á því.

Hálsmen úr 925 silfri, rhodium húðað. 45 cm silfurkeðja, rhodium húðuð.

Allar upplýsingar má finna á vefsíðu Katrínar : Katrinbjorkgudjons.com og undir flipanum SHOP er hægt að versla hálsmenið Tvær stjörnur.