Janúar 2024

BHM færir Hollvinum Grensásdeildar nýjársgjöf

 

Fyrsta gjöf á nýja árinu barst Hollvinum Grensásdeildar frá BHM 2.janúar 2024, þegar Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM afhenti Guðrúnu Pétursdóttur formanni stjórnar Hollvina Grensásdeildar 500.00 krónur til styrktar félaginu.

BHM hefur undanfarin ár stutt við samfélagsleg málefni valinna félagasamtaka við jól og áramót. Í þetta sinn var ákveðið að styrkja Hollvini Grensásdeildar, og leggja þeim lið við söfnun í tilefni af 50 ára afmæli deildarinnar.

 

Hollvinir þakka BHM þessa rausnarlegu gjöf og þann velvilja og hlýhug sem henni fylgja. Henni verður vel varið til kaupa á sérhæfðum tækjabúnaði til endurhæfingar.

 

Ásamt Guðrúnu formanni Hollvinanna voru viðstödd þau Valdimar Guðnason gjaldkeri stjórnar og Ósk Sigurðardóttir verkefnastjóri afmælisárs Grensásdeildar og með Kolbrúnu var framkvæmdastjóri BHM Gissur Kolbeinsson.