Maí 2023

Jóhanna María Gunnarsdóttir

Einstök kona kvödd.

Hollvinir Grensáss minnast með mikilli hlýju Jóhönnu Maríu Gunnarsdóttur, sem lést 3. maí 2023 eftir erfið veikindi. Hún hafði kynnst Grensásdeild og  lét veikindi sín ekki aftra sér frá því að sýna stuðning sinn við deildina í verki.

Hun var eins og stormsveipur og með bjartsýni sinni, glaðværð og ósérhlífni safnaði hún á skömmum tíma bæði fé og tækjum fyrir deildina og stóð fyrir ýmsum umbótum. Jóhanna María var einstök og lifir í hjörtum þeirra sem kynntust henni. Hollvinir senda eiginmanni hennar og ástvinum innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Jóhönnu Maríu Gunnarsdóttur.