Sniglarnir aka undir fána Grensáss
Sniglarnir - Bifhjólasamtök lýðveldisins fóru í sína árlegu reið 1.maí 2023.
Um 800 bifhól af öllum gerðum með glæsilegum ökuþórum lögðu í hann í blíðskaparveðri frá Njarðargötu, kl 12 þann 1.maí 2023. Það tók hersinguna 15 mínútur að aka fram hjá Hollvinum Grensásdeildar, sem höfðu safnast saman við Bergstaðastrætið til að fagna Sniglunum , sem hafa verið sterkir stuðningsmenn deildarinnar um árabil.
Fremstur í flokki ók Hringfarinn, Kristján Gíslason, með fána Grensásdeildar við hún, en með því heiðra Sniglarnir Grensásdeild á 50 ára afmæli hennar.
Við óskum Sniglunum allra heilla! Komið ávallt heilir heim!