Grensásdeild 50 ára 2023
Í ár er hálf öld liðin síðan Grensásdeild tók til starfa. Við erum mörg sem höfum notið þjónustu hennar, beint eða óbeint á þessari hálfu öld.
Hollvinir Grensásdeildar ætla, ásamt starfsfólki hennar og skjólstæðingum, að minnast þessara tímamóta með ýmsum hætti á afmælisárinu.
Við byrjum á því að kynna afmælismerkið, Grensás 50 ára, sem byggt er á málverki sem Edda Heiðrún Backman gaf Hollvinum Grensásdeildar. Að vori og hausti flýgur krían á móti birtunni yfir hálfan hnöttinn. Hún er fallegt tákn fyrir ásetning, einbeitingu og úthald.
Við þökkum stuðning og velvild í áranna rás, og hlökkum til að efla áfram starf Grensádeildar með góðra manna hjálp.