Undirskrift heilbrigðisráðherra vegna nýbyggingar við Grensásdeild.
Þann 23. ágúst s.l. undirritaði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, samning Nýs Landspítala ohf. Við Nordice of Architecture og EFLU, vegna fullnaðarhönnunar æa nýbyggingu við Grensásdeild. Um er að ræða viðbyggingu endurhæfingarhúsnæðis, en nýja húsnæðið verður 3.800 fm að stærð og mun rísa að vestanverðu við nuverandi byggingu. Gaman að segja frá því að Willum Þór heilbrigðisráðherra sagði í rðu sinni ,,Á þessum tímamótum er hægt að þakka mörgum, en ég vil þó sérstaklega taka fram þátt Hollvina Grensás sem hafa ötullega stutt við bakið á uppbyggingunni hér á Grensás, innan- og utanhúss. Grensásdeildin er sem endurhæfingarstaður gífurlega mikilægur þáttur í heilbrigðisstarfsemi þjóðarinnar, þess vegna er þetta skref okkur öllum mjög mikilvægt“.
Nú tekur við 12 mánaða hönnunarferli og eftir það eigum við að sjá vinnuvélar mættar til að byrja á húsgrunni