Júlí 2022

Hollvinir afhenda Grensásdeild sérhannaða lóð fyrir skjólstæðinga

Sérhönnuð lóð til útiþjálfunar skjólstæðinga Grensásdeildar

Þann 21. júní s.l í grenjandi rigningu, komu margir til að vera viðstaddir þegar Hollvinir Grensáss afhentu sérhannaða garðinn við Grensásdeild, Guðrún Pétursdóttir formaður stýrði dagskrá þar sem Guðlaug Rakel framkvæmdastýra meðferðarsviðs LSH og Willum Þór, heilbrigðisráðherra veittu garðinum viðtöku. Gradualekór Langholtskirkju söng fyrir okkur og síðan fór fólk inn í sundlaugarhúsið og spjallaði, ráðherra skoðaði síðan Grensásdeildina áður en hann kvaddi. Okkur langar að taka það fram að garðurinn er ekki alveg búinn, það eiga eftir að koma fleiri æfingatæki þarna á svæðið og Hollvinir ætla að sjá um garðinn í allavega 4 ár til að byrja með, sjá um gróður, þrif og að hann verði alltaf í góðu formi og líti vel út. Við þökkum fyrir okkur