Styrktu með símtali
907-1503 - 3.000 kr
907-1505 - 5.000 kr
907-1510 - 10.000 kr
Júní 2022

Handæfingatæki að verðmæti 12 millj.

 

Hollvinir Grensásdeildar færðu í gær (14. júní) iðjufljálfun Grensásdeildar LSH nýtt Armeo Spring handaæfingatæki að gjöf. Tækið er notað til að örva vöðva virkni og hreyfingar handa og handleggja sjúklinga eftir slys og veikindi, eins og t.d. heilablóðfall. Svona tæki eru mikið notuð við þjálfun. Lillý H. Sverrisdóttir, iðjufljálfi á Grensásdeild, segir að tækið sé í raun hjálpar armur með mismunandi stillingum. Þannig er hægt að fá fram hámarksnýtingu þeirrar vöðvavirkni sem er til staðar hjá viðkomandi sjúklingi og þjálfa upp frekari hreyfifærni til að framkvæma daglegar athafnir.Tækið býr yfir yfirgripsmiklu safni af áhugaverðum flrívíddarverkefnum í tölvu. Það skráir einnig frammistöðu (s.s. hreyfiferla) hvers sjúklings í fljálfunartímanum. Skráðar niðurstöður er síðan hægt að nota til að meta árangur af þjálfuninni og er hvetjandi að sjá framfarirnar. Verkefnin eru byggð upp þannig að flau þjálfi upp mikilvæg hreyfimynstur sem ýmsar daglegar athafnir byggjast á og er það því góð viðbót við hefðbundna þjáfun. Iðjufljálfar á Grensásdeild vilja koma á framfæri innilegu flakklæti fyrir flessa rausnarlegu og gagnlegu gjöf.