Maí 2022

Þetta verður eitthvað!

 

Á næsta ári, 2023, verða 50 ár frá því Grensásdeild tók til starfa. - Það verður gaman að fagna öllum þeim sigrum sem unnist hafa á þessari mikilvægu deild í hálfa öld og gefa henni byr undir báða vængi fyrir næstu fimmtíu ár.

Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri (með miklu meiru) ætlar að vinna með stjórn Hollvina Grensáss að undirbúningi afmælisársins. - Margar góðar hugmyndir flugu á fyrsta fundi hópsins sem haldinn var í dag, 11 maí 2022. Við hlökkum til þess að vinna með Þórunni, þessum þaulvana stjórnanda, og skjólstæðingum, starfsfólki og stjórnendum Grensásdeildar að viðburðaríku afmælisári. Þetta verður eitthvað!