Styrktu með símtali
907-1503 - 3.000 kr
907-1505 - 5.000 kr
907-1510 - 10.000 kr
Apríl 2022

Katrín Björk í samstarf við Hollvini með fjáröflun

 

Hollvinir fengu góða heimsókn á Grensásdeild í dag. Katrín Björk Guðjónsdóttir kom á fund stjórnar  ásamt móður sinni Bjarnheiði Ívarsdóttur og mági sínum Haraldi Hrafni Guðmundssyni.  Þessi fallega fjölskylda kom færandi hendi með einstaka hugmynd til styrktar Grensásdeild, sem við hlökkum til að hrinda í framkvæmd með þeim.

Katrín Björk er þjóðþekkt fyrir sitt jákvæða lífsviðhorf og hugrekki andspænis þeim gríðarlegu áskorunum sem hún hefur orðið að mæta og landsmenn fengu að kynnast í  Dagur í lífi - Katrín Björk Guðjónsdóttir | RÚV Sjónvarp (ruv.is). Katrín Björk og fjölskylda hennar eru einstakar fyrirmyndir og Hollvinir Grensásdeildar fagna því að fá að vinna með þeim.