Janúar 2022

Sportvörur ehf. gefa Hollvinum skíðavél

Sportvörur ehf. voru að gefa Hollvinum Grensás skíðavél, eða skíðagöngutæki sem byggir á sömu tækni og róðravélin. Æfingatækið fer síðan inn á sjúkraþjálfun Grensásdeildar, þetta tæki á eftir að koma sér vel fyrir skjólstæðinga sjúkraþjálfunar í framtíðinni. Hollvinir vilja þakka eigendum og starfsfólki Sportvara kærlega fyrir þessa stórkostlegu gjöf.