Janúar 2022

Eirberg gefur Ropox þjálfunarborð

Þann 28. janúar sl. tóku Hollvinir Grensás við Ropox Vision þjálfunarborði frá Eirberg ehf., sem afhent verður inn á Sjúkraþjálfun Grensásdeildar. Borðið er sérstaklega hannað fyrir sjónskerta og hreyfihamlaða. Óskum við starfsfólki sjúkraþjálfunar innilega til hamingju með borðið og í leiðinni kærar þakkir til starfsfólks Eirbergs ehf. fyrir þeirra frábæra framtak.