September 2021

Opnun á forvali vegna hönnunar nýbyggingar

Í gær 15. sept. boðuðu heilbrigðisráðherra og Nýr Landspítali ohf. til opnunar á forvali vegna hönnunar á 3.800 fermetra byggingu endurhæfingar- húsnæðis sem á að rísa vestanvert við núverandi aðalbyggingu Grensásdeildar. Þetta er mikilvægur áfangi, sem Hollvinir fagna innilega, enda hafa þeir í 20 ár barist fyrir stækkun og bættu húsnæði deildarinnar. Opnunin fór fram við hátíðlega athöfn á Grensásdeild. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra opnaði fundinn og Þórunn Þórhallsdóttir gjaldkeri HG flutti ávarp fyrir hönd Hollvina Grensásdeildar, þetta var stór dagur fyrir okkur öll að fá það staðfest að verkefnið er farið í gang