Hollvinir gefa nýja hjólastólavigt
Á Grensás koma margir utanaðkomandi í hjólastól til að vigta sig. Einnig er mikilvægt að fylgjast vel með vigt hjá inniliggjandi sjúklingum. - Nú er staðan þannig að vigtin sem notast er við hérna á Grensási og hefur vigtað hjólastólafólk í rúm 20 ár er ónýt og ekki hægt að gera við hana, mikil þörf var á nýrri vigt. Vigtin er af tegundinni Seca og er af nýjustu gerð. - Óskum við starfsfólki Grensásdeildar innilega til hamingju með nýju vigtina.