Desember 2020

Létt og lipur stjórn á umhverfinu

Hollvinir hafa fært Grensásdeild búnað að gjöf sem gerir einstaklingum með skerta hreyfifærni kleift að stjórna umhverfi sínu með snertiskjá eða einfaldri fjarstýringu, t.d. opna og loka gluggum. Eykur þetta sjálfstæði skjólstæðinga til muna.

 

Búnaðurinn hefur verið settur upp í sjúkrastofu og er hann tengdur þannig að notandinn getur stjórnað sjónvarpinu, breytt um stillingar á rúminu og kveikt á ljósi eða viftu, bara svo fátt eitt sé nefnt.