Nóvember 2020

Sólarkveðja í skammdeginu

Góðu Hollvinir Grensásdeildar! Við sendum ykkur hlýjar kveðjur og vonum innilega að þið og ástvinir ykkar séuð við góða heilsu.

Undanfarinn áratug höfum við haldið basar til stuðnings Grensásdeild um miðjan nóvember.  Aðstæður leyfa það ekki núna. 

Hinn árlegi undirbúningur basarsins hefur tekið sinn tíma, en það hefur alltaf verið gaman að taka þátt – og nú söknum við samverunnar og gleðinnar sem hefur fylgt þessu stússi öllu saman. En við komum þeim mun sterkari til leiks á sama tíma að ári og hlökkkum til að bjóða ykkur öll velkomin í Bústaðakirkju um miðjan nóvember 2021.

Í sumar hefur verið símsöfnun til stuðnings Grensásdeild. Hún er enn í gangi og hefur gengið mjög vel.  Þegar hafa meira en tíu þúsund manns látið fé af hendi rakna. Það snertir okkur djúpt, ekki síst á þessum erfiðu tímum, og þökkum við innilega fyrir þennan hlýhug í verki.  

Við óskum ykkur alls hins besta, kæru Hollvinir, og biðjum ykkur um að fara varlega og hlýða Víði!

Njótum nóvember og aðventunnar. Svo hækkar sól á lofti á ný!

Með kærri kveðju frá stjórn Hollvina Grensásdeildar

 

Guðrún Pétursdóttir