Mars 2020

Hollvinir gefa tvö lungnatæki

Tækin koma að góðu gagni þegar skjólstæðingar Grensás hafa skerta getu til að hósta og losa um slím í lungum.

Fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegum mænuskaða getur átt mjög erfitt með að hósta vegna þess að lömun hefur sest að í ákveðnum vöðvum. Þá kemur hóstavél að gagni til að losa um slím og annað í lungum, og sömuleiðis sogdæla til að soga það upp.

Sogdælan er líka notuð til að soga upp slím og annað þegar skjólstæðingur er með barkarauf (gat sem hefur verið gert í barka). Slímsöfnun í lungum getur verið hættuleg og leitt til sýkinga.