Desember 2019

Hollvinir gefa Grensásdeild spjaldtölvur

Handhægar tölvur sem læknar geta haft með sér inn á herbergin, m.a. til að upplýsa skjólstæðinga deildarinnar um niðurstöður rannsókna.

Nýtt þráðlaust net fyrir starfsfólk Grensás gerir þeim kleift að notfæra sér spjaldtölvur í margvíslegum tilgangi, ekki síst til að upplýsa og fræða skjólstæðinga sína, sýna þeim niðurstöður myndgreininga og margt fleira.