Desember 2019

Stækkun Grensás undirbúin

Hollvinir hafa lagt mikla áherslu á að vinna jarðveginn fyrir stækkun deildarinnar og liggja nú fyrir frumteikningar að nýrri álmu ...

 

 

Eru þær unnar í samvinnu við starfsfólk Grensásdeildar og yfirstjórn Landspítalans.

 

Stækkun húsnæðisins mun stórbæta aðstöðu til sjúkraþjálfunar, iðju- og talþjálfunar og sálfræðiþjónustu. Einnig er gert ráð fyrir nýrri legudeild með einstaklingsherbergjum. Á deild þar sem fólk dvelur vikum og jafnvel mánuðum saman er nauðsynlegt að það geti verið í einbýli með sérsalerni. Þessar úrbætur draga líka mjög verulega úr sýkingahættu.

 

Í nýju álmunni er gert ráð fyrir vistlegum matsal sem opnast út á skjólgóðan pall sem snýr í suður. Þaðan er gengt út í garðinn sem er stór og sólríkur en hefur aldrei nýst að neinu ráði.