Nóvember 2019

Kort Ólafar gefin út

Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, dvaldist á Grensásdeild 2007-08 og naut þá aðstoðar listmálarans Dereks Mundell ...

 

Hollvinir Grensáss hafa látið prenta kort eftir myndum sem Ólöf Pétursdóttir málaði meðan hún dvaldist á Grensásdeild 2007-8.  Ólöf var lögfræðingur og dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Árið 2006 varð hún fyrir slysi og lamaðist frá hálsi. Hún hafði um árabil fengist við myndlist og á Grensásdeild hélt hún áfram að mála, nú með munninum. Hún náði á skömmum tíma góðum tökum á þeirri aðferð og eru þessi kort meðal þeirra mynda sem hún málaði þar. Ólöf lést 20.mars 2008. Hugrekki hennar og andlegur styrkur verða lengi í minnum höfð. 

Kortin verða til sölu í völdum verslunum, en líka má panta þau með því að senda skilaboð á facebook síðu Hollvina Grensáss.  Verðið á kort með umslagi er 700 krónur.