Október 2019

Basar og jólakaffi -- 9. nóvember 2019

Takið eftir að basarinn verður að þessu sinni í BÚSTAÐAKIRKJU og stendur hann frá 13:00 til 17:00 ...

Nú fer að styttast í basar og jólakaffið okkar, sem verður laugardaginn 9.nóvember 2019 kl 13-17. Við verðum á nýjum stað:  í BÚSTAÐAKIRKJU, þar sem okkur er sýnd mikil gestrisni og hlýja.

Reynslan sýnir að kökur, brauð og sultur eru vinsæl söluvara og við leggjum því áherslu á það, en verðum líka með ýmiss konar varning og fjölbreytt happdrætti.  Síðast en ekki síst verður and vanda hægt að gæða sér á nýbökuðum vöfflum og heitu súkkulaði eða kaffi. Það er notaleg leið til að styrkja gott málefni og mikilvæga starfsemi.

Við hlökkum til  að sjá ykkur sem allra flest í Bústaðakirkju laugardaginn 9.nóvember 2019!