Nóvember 2018

Jólabasarinn 2018 haldinn 10. nóvember

Jólabasar Hollvina verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju laugardaginn 10. nóvember og stendur hann frá 13:00 til 17:00. Þar verður hægt að gera góð kaup á margs konar handunnum vörum, kökum tertum og smákökum. Happdrættið verður á sínum stað og sömuleiðis kaffið, kakóið og heitu vöfflurnar.