Október 2018

Stjórnin endurkjörin; árgjald óbreytt

Aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn í kennslustofu Grensásdeildar þann 6. júní 2018. Páll Svavarsson stýrði fundinum. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf, formaður lagði fram starfsskýrslu ársins 2017 og sköpuðust nokkrar umræður um hana. Gjaldkeri lagði fram ársreikning 2017 sem voru einróma samþykktir, með þeirri tillögu þó, að framvegis verði gerð grein fyrir einstökum liðum varðandi fjáröflun og styrki. Stjórn gaf kost á sér til áframhaldandi setu og var einróma kjörin. Ákveðið var að árgjald yrði óbreytt, kr 2.000. Loks sýndi Birgir Ingimarsson frumgerð kynningarmyndbands sem hann hefur unnið að ásamt THG arkitektum um fyrirhugaðar endurbætur og viðbætur á húsnæði Grensásdeildar.  

 

Á myndinni eru: Ottó Schopka, varastjórnandi; Þórunn Þórhallsdóttir, gjaldkeri; Guðrún Pétursdóttir, formaður; Birgir Ingimarsson, varaformaður; Bryndís Björk Kristjánsdóttir, meðstjórnandi og Dagbjört Oddný Matthíasdóttir, ritari. Baldvin Jónsson meðstjórnanda vantar á myndina.