Október 2018

Borgarar og Sniglar til styrktar HG

Á ári hverju láta Grillhúsið við Sprengisand og Sniglarnir veglegar upphæðir renna til HG í tilefni mótorhjólamessu kraftaklerksins sr. Gunnars Sigurjónssonar.

Í ár hélt séra Gunnar sína tólftu mótorhjólamessu í Digraneskirkju á annan í Hvítasunnu og að venju fjölmenntu mótorhjólafólk. Í tengslum við messuna býður Grillhúsið upp á sérstakan hamborgara, sem nefndur er Kraftaklerkur og lætur söluandvirðið renna óskipt til Hollvina. Að þessu sinni söfnuðust kr. 220.000 og Sniglarnir mættu því framlagi krónu á móti krónu og tvöfölduðu upphæðina.

 

Á myndinni eru Ingvar Örn Ingvarsson, stjórnarmaður í Sniglunum; Þórður Bachman eigandi Grillhússins; Ottó Schopka fyrir hönd Hollvina og sr. Gunnar Sigurjónsson kraftaklerkur.