Október 2018

HG gefur tæki til höggbylgjumeðferðar

Þegar sjúkraþjálfarar Grensásdeildar óskuðu eftir að fá höggbylgjutæki brugðust Hollvinir Grensáss skjótt við og tækið var komið í hús skömmu síðar.  Höggbylgjur hafa gefið mjög góða raun við meðhöndlun á ýmsum stoðkerfismeinum og sömuleiðis spasma, sem margir skjólstæðingar Grensásdeildar eiga við að etja.