Október 2018

1,5 miljón krónur frá starfsfólki Creditinfo

Starfsmenn Creditinfo héldu jólagóðgerðarviku um síðustu jól og ákváðu að láta söfnunarféð renna til Hollvina. Jólagóðgerðarvikan felst í því að deildir keppa góðlátlega sín á milli með það að markmiði að safna sem mestum pening til styrktar góðu málefni. Margt er gert svo sem jólaföndur, hádegistónleikar, hádegis- og morgunmatur að hætti starfsmanna, jólabingó ofl.. - þetta væri ekki hægt að gera nema með tilstilli frábærra starfsmanna og góðvildar viðskiptavina sem styrkja söfnunina með ýmsum hætti. Þetta er nú í þriðja skiptið sem starfsfólk Creditinfo heldur slíka góðgerðarviku og hefur hún fest sig í sessi sem hefð hjá Creditinfo. - Hollvinir vilja þakka starfsfólki Creditinfo kærlega fyrir gjöfina.