Nóvember 2017

Uppboð á landsliðstreyju

Það fór ekki fram hjá neinum hvað Guðni Th. Jóhannesson forseti studdi vel við landsliðin okkar í knattspyrnu í sumar. Nú hefur hann gefið Hollvinum Grensásdeildar landsliðstreyjuna sína áritaða til að afla fjár fyrir deildina.

 

Treyjan verður boðin upp á Jólabasar Grensáss í Safnaðarheimili Neskirkju á laugardaginn  11.nóvember 2017 kl 13-17. Einnig verður hægt að bjóða í treyjuna á netinu, með því að senda skilaboð hér á fésbókarsíðuna Hollvinir Grensás eða með tölvupósti á gudrun@hi.is

Uppboðið verður opið til laugardagsins 18.nóvember 2017.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn leggur Grensásdeild lið, í Reykjavíkurmaraþoninu 2016 hljóp hann og safnaði áheitum fyrir deildina.

Hollvinir Grensásdeildar senda forseta Íslands innilegar þakkir og bestu kveðjur.