Október 2017

Jólabasar 2017

Verið velkomin á Jólabasar Hollvina Grensásdeildar, sem  verður í Neskirkju laugardagin 11.nóvember 2017 kl 13-17.

Jólabasarinn hefur unnið sér sess í hugum vina Grensásdeildar. Þar má meðal annars fá  margs konar handunna listmuni, ullarvörur, skinnavöru, kransa og jólaljós, og alls konar tertur og kökur! Í ár verðum við með handgerða krossa til að skreyta leiði ástvina um jólin. Þeir eru gerðir úr íslenskum könglum, eins og kransarnir okkar, sem hafa verið vinsælir um árabil.

Komið við og kíkið á úrvalið – og fáið ykkur hressingu, heitt súkkulaði eða kaffi og rjúkandi nýbakaðar vöfflur, sem vinir okkar úr Sniglunum, vélhjólasamtökum lýðveldisins baka á staðnum!

 

Blómaljós

Stjörnur

Leiðiskrossar

Kransar

Blómaljós

Origami