September 2015

Hollvinir hlupu til góðs!

Maraþonhlaup Íslandsbanka skilaði Hollvinum Grensásdeildar stórkostlegum árangri, meira en 2,8 milljónir króna söfnuðust í áheitum. Við erum afar stolt af hlaupurunum okkar og öllu því fólki sem aðstoðaði við undirbúninginn – svo mikill kraftur er í hlaupurunum okkar og öllu því góða fólki sem studdi við bakið á þeim, að þeir lentu í 3., 4. og 21. sæti í fjáröfluninni „Hlaupum til góðs“. Kjartan Þór Kjartansson safnaði tæplega 1,2 millj. krónum og varð í þriðja sæti allra þeirra hlaupara sem „hlupu til góðs“ og Thelma Karítas lenti í fjórða sæti og safnaði tæplega 900 þús. kr. Margir ættingjar og vinir Thelmu hlupu með henni og söfnuðu umtalsverðum áheitum þannig að heildarupphæðin er talsvert hærri. Í þriðja sæti hlaupara HG var nýi stjórnarmeðlimur félagsins, Bryndís Björk, sem safnaði tæplega 300 þús. kr. áheitum. Stjórn HG færir öllu þessu fólki sérstakar þakkir fyrir framlag þess.
 
Það voru rúmlega 40 hlauparar sem hlupu tæplega 500 km fyrir Hollvini Grensásdeildar og söfnuðu samtals 2.831.011 krónum í 574 áheitum. Það má því segja, að sannast hafi að „margt smátt gerir eitt stórt“. Stjórn Hollvina Grensásdeildar vill koma á framfæri bestu þökkum til ykkar allra sem gerðu þennan árangur mögulegan. Takk, takk!
 
 
 
Thelma Karítas (nr. 7354) ásamt nokkrum hlaupafélaga sinna.
 
 
 
 
Bjarni Ármann og Kristján Ingi hlupu hálft maraþon fyrir HG.
 
 
 
Hlauparar HG voru vel merktir málstaðnum.