Bendum vinum og vandamönnum á Reykjavíkurmaraþonið!
Reykjavíkurmaraþonið 2015 fer fram laugardaginn 22. ágúst nk.. Þetta er orðinn þýðingarmikill árviss atburður fyrir Hollvini Grensásdeildar. Það er vegna þess að áheit á vegum þeirra sem sýnt hafa HG þann hlýhug og stuðning að hlaupa fyrir samtökin eru afar þýðingarmikill og oftast einn helsti tekjuliður þeirra næst á eftir hinum árlega basar samtakanna. Það væri því vel þegið ef velunnarar HG sæu sér fært að benda vinum og vandamönnum á að hægt er að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir HG og/eða styrkja málstaðinn með áheiti á hlaupara sem hleypur fyrir HG.
Til þess að skrá sig í hlaup þarf að fara inn á heimasíðu maraþonsins, sem er www.marathon.is og þau sem hyggjast hlaupa slá síðan inn á “Skráning” sem er á stikunni efst á heimasíðunni og síðan á hnappinn hægra megin: „Skráðu þig í næsta hlaup“ og fylgja þeim leiðbeiningum, er síðan birtast.
Þau sem vilja styrkja hlaupara, sem hlaupa fyrir HG, fara á síðuna www.hlaupastyrkur.is , slá á hnappinn “Góðgerðarfélögin” á stikunni efst á þeirri síðu, og á listanum sem þar birtist slá síðan á “Hollvinir Grensásdeildar” . Þá birtist listi yfir hlaupara, sem boðist hafa til að safna áheitum fyrir HG. Þau sem vilja heita á einhverja eða einhvern þeirra slá síðan á nafn viðkomandi. Eins og fram kemur má greiða með greiðslukorti, millifærslu eða með því að senda sms skilaboð.
Hollvinir Grensásdeildar verða með kynningarborð á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll dagana fyrir hlaupið en þar fá allir hlauparar afhent hlaupagögn.