Mars 2015

Nýr geisladiskur með hljómsveitinni Gæðablóð

Nýr geisladiskur með hljómsveitinni Gæðablóð

Nýr geisladiskur með hljómsveitinni Gæðablóð

Nú er í gangi sala á geisladisknum „Með sorg í hjarta“ í fjáröflunarskyni fyrir Hollvini Grensásdeildar.
Hljómsveitin Gæðablóð, sem spilar lögin, var stofnuð í Reykjavík árið 2007 af Tómasi M. Tómassyni, Magnúsi R. Einarsyni og Kormáki Bragasyni. Margir tónlistarmenn hafa spilað með bandinu í gegnum árin og má þar m.a. nefna, Ásgeir Óskarsson, Þórð Árnason Björgvin Gíslason, Pálmi Sigurhjartarson og marga fleiri. Smám saman bættust núverandi bandmeðlimir við og tríóið varð sextett. Hallgrímur Guðsteinsson, Jón Indriðason og Eðvarð Lárusson hafa spilað með hljómsveitinni í mörg ár og það er þessi sextett, sem stendur að disknum „Með sorg í hjarta“, sem nú er seldur til styrktar Hollvinum Grensásdeildar. Á þessum diski eru 11 lög hvert öðru betra og hefur hljómsveitin fengið einróma lof fyrir afurðina. Þrátt fyrir að að upptökum hafi lokið 2013 var diskurinn ekki fullbúinn fyrr en haustið 2014 enda vandað til verksins.
 
Ólafur Þórðarson (Ríó tríó), bróðir Kormáks, var vistmaður á Grensás seinasta árið áður en hann lést. Hljómsveitin hafði samband við Gunnar Finnson þáverandi formann og vildi vita hvort ekki mætti styrkja Grensásdeildina með sölu á disknum. Gunnar tók strax vel í það en lést skyndilega nokkrum vikum síðar. Því má segja að átakið sé í minningu þeirra beggja Óla og Gunnars. Hollvinasamtökin vinna afar gott og óeigingjarnt starf í þágu allra þeirra, sem þurfa á Grensásdeildinni að halda. Starfsfólk deildarinnar á ekki síður hrós skilið fyrir frábæra ummönnun við sjúklinga og nærgætni gagnvart aðstandendum.
 
Diskurinn er nú í sölu hjá Hollvinum Grensásdeildar og það verður hringt í flest heimili á landinu þar sem landsmönnum verður boðið að eignast diskinn og styrkja í leiðinni starfsemi Grensásdeildar.
Við skorum við á landsmenn að taka vel á móti sölufólki okkar.
 
Pöntunarsími er 868-4551.