Janúar 2015

Fjörugir jólatónleikar á Grensásdeild

Þjóðlagahljómsveitin South River Band, hélt árlega jólatónleika sína á Grensásdeild þriðjudaginn 30. des. sl. Einn stofnenda hljómsveitarinnar, tónlistarmaðurinn Ólafur Þórðarson, naut aðhlynningar á Grensás og í þakklætisskyni og í minningu hans hafa félagar hans í SRB heimsótt deildina undanfarin ár og leikið fyrir vistmenn, starfsfók og gesti. Áheyrendur kunnu vel að meta fjöruga tónlist þeirra félaga og þakkaði Sigríður Guðmundsdóttir deildarhjúkrunarfræðingur þeim fyrir skemmtunina og hlýhug í garð Grensásdeidar.