Núna í desember 2014 fagnaði Allianz Ísland 20 ára starfsafmæli sínu. Af þessu tilefni ákvað félagið að styrkja Hollvini Grensásdeildar og Umhyggju - félag til stuðnings langveikum börnum, að upphæð kr. 750.000 hvort félag. Með því vill Allianz þakka fyrir það traust sem Íslendingar hafa sýnt félaginu í gegnum 20 ára sögu félagins hér á Íslandi.
Stjórn Hollvina Grensásdeildar þakkar Allianz þetta rausnarlega framlag.