Ottó Schopka tekur við formennskunni
Otto Schopka tekur við formennskunni
Ottó Schopka hefur tekið við formennsku stjórnar Hollvina Grensás eftir fráfall Gunnars Finnssonar, sem var stofnandi samtakanna og fyrsti formaður þeirra. Aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Pétursdóttir varaformaður, Dagbjört Matthíasdóttir ritari, Þórunn Þórhallsdóttir gjaldkeri og Baldvin Jónsson meðstjórnandi.