Áheit í Reykjavíkurmaraþoni.
Í Reykjavíkurmaraþoninu sl.laugardag voru margir sem styrktu Hollvini Grensás með áheitum á hlaupara. Þeim öllum ásamt hlaupurum eru hér með færðar þakkir Hollvina. Einn þessara duglegu hlaupara er Örn Vigfús Óskarsson, mikill keppnismaður. Hann hefur tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni í 5 ár og setur ávallt persónulegt met um leið. Auk þessa ótrúlega árangurs er hann einna atkvæðamestur við að safna áheitum til handa Hollvinum Grensás, nú að upphæð kr.384.000.
Gígja Magnúsdóttir og Herdís Þórisdóttir
sjúkraþjálfarar hlupu 21 km
![]() | ![]() |
Karen Bjarnhéðinsdóttir sjúkrþaj.að klára 42 km, bætti tíma sinn um 6 mín! | Örn Vigfús Óskarsson |
![]() | ![]() |
Páll E Ingvarsson læknir fór 42 | Rúnar Björn fór 3 km. Erna fagnar með |
Saga Arnar er sú að hann fékk heilablóðfall í júní 2006 og fékk sína frumendurhæfingu á Grensásdeild. Hann heldur ennþá tryggð við stofnunina og æfir þar tvisvar í viku í heilsurækt fyrir heilablóðfallsfólk.
Strax ári eftir áfallið fór hann 3 km, 2008 voru það 10 km á tímanum 2:20 klst. 2009 3 km, 2010 10 km tíminn 1:50:48 klst. og 2011 10 km á nýju meti 1:26:49 klst.
Örn mundi flokkast undir flokk spastískra ef hann keppti í íþróttum fatlaðra.