Ágúst 2011

Mótorhjólamessa til stuðnings Hollvinum Grensásdeildar!

Þriðjudaginn 9. ágúst 2011 afhentu fyrirsvarsmenn Sniglanna, Grillhússins og Digraneskirkju, Hollvinum Grensásdeildar, fjárhæð er safnaðist saman á Mótorhjólamessu í Digraneskirkju fyrr á þessu ári. Vilja þeir leggja áherslu á mikilvægi endurhæfingarhlutverks Grensásdeildar. Hafa forsvarsmenn þessara samtaka hug á því að gera þetta að árlegum viðburði annan í Hvítasunnu í Digraneskirkju, þá með stuðningi Grillhússins á Sprengisandi í Reykjavík, er grillar sérstaka „Easy Riders hamborgara“.
            
Rennur ágóðinn til þessa málefnis. Næsta „Mótorhjólamessa“ verður annan í Hvítasunnu 2012 og verður greint frá því síðar. Baldvin Jónsson, stjórnarmaður Hollvina Grensásdeildar, þakkaði þetta framtak og veitti fjárhæðinni móttöku.