Ágúst 2011

Reykjavíkurmaraþon 2011

Reykjavíkurmaraþonið 2011 fer fram þann 20. ágúst nk..  Sigþrúður Loftsdóttir,  iðjuþjálfi á Grensásdeild,  hefur eins áður reynst okkur einstakur haukur í horni með því að láta skrá HG sem góðgerðarfélag sem hægt er að heita á í tengslum við maraþonið og vera tengiliður okkar gagnvart skipuleggjendum þess.  Í fyrra hlupu 19 einstaklingar fyrir HG og námu áheit á þeirra vegum 441 þús kr., sem eru miklar tekjur fyrir HG.  Það væri því gott ef þið sæuð ykkur fært að benda vinum og vandamönnum á að hægt er að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir HG og/eða styrkja málstaðinn með áheiti á hlaupara sem hleypur fyrir HG.  
Til að gera það þarf fyrst að fara inn á heimasíðu maraþonsins,  sem er www.marathon.is .   Þau sem hyggjast hlaupa slá síðan inn á stikuna “Skráðu þig í næsta hlaup”  sem er efst í hægri jaðrinum,  og fylgja þeim leiðbeiningum, er síðan birtast.   En þau sem vilja styrkja hlaupara, sem hlaupa fyrir Hollvini Grensásdeildar slá inn á stikuna “Safnaðu áheitum á hlaupastyrkur.is” sem er neðar í hægri jaðrinum á heimasíðunni,  og á síðunni sem þá birtist slá á stikuna “Góðgerðarfélög” efst á síðunni,  og á listanum sem þar birtist slá síðan á “Hollvinir Grensásdeildar” .  Þá birtist listi yfir hlaupara,  sem boðist hafa til að safna áheitum fyrir okkur og ef þú vilt heita á einverja eða einhvern þeirra þá slærð þú á hvítu örina í rauða hringnum undir nafni viðkomandi.  Eins og fram kemur má greiða með kreditkorti eða með því að senda sms skilaboð.


 
Bílskýli við aðalinngang Grensásdeildar
Í sambandi við þetta stuðningsátak svo margra einstaklinga við starfsemi Grensásdeildar og árangur þess er er sérstakt ánægjuefni að segja frá því að framkvæmdir við yfirbyggingu bílastæðins við aðalinngang Grensásdeildar hefjast um næstu mánaðarmót.  Útboð verksins var auglýst af Framkvæmdasýslu ríksisins þ. 6. ágúst sl. og verða tilboðin opnuð þ. 22. ágúst nk..  Frágangi lóðar skal lokið fyrir 1. nóvember nk. og byggingu bílskýlisins eigi síðar en 20. desember nk..  Áætlaður kostnaður er 60,5 m.kr. og mun það sem er umfram 30 m.kr. framlag ríkisins verða fjármagnað með framlagi frá Á rás fyrir Grensás söfnunarátaki Hollvina Grensásdeildar.  Með þessu rætist langþráður draumur og við þökkum innilega öllum þeim sem að söfnunarátakinu hafa komið og þeim sem hlaupið hafa Reykjavíkurmaraþonið fyrir HG og/eða styrkt það með áheitum fyrir þeirra þátt í þessum merka áfanga.