Hávarður hjólar fyrir Grensás
Með bættri þjálfunaraðstöðu í nýju húsnæði skapast tækifæri til að bæta aðstöðu sjúklinga og fjölskyldna þeirra, jafnt innan dyra sem utan. Þar ber hæst nauðsynlegar lagfærar á sjúkraherbergjum, sem verða öll einbýli, þjálfunaríbúð, matsalur, endurhæfingargarður og endurskipulagning lóðar m.t.t. aðkomu og aðgengis.
Ef þú vilt láta gott af þér leiða bendum við þér á heimasíðu Grensásdeildarwww.grensas.is
undir liðnum Á rás fyrir Grensás eða á söfnunarreikning átaksins,
reikningsnúmer: 311-26-3110, kennitala: 670406-1210
Örninn hjólreiðaverslun og Flugfélag Íslands styrkja ferðina.