Júní 2011

Hávarður hjólar fyrir Grensás

Kontrabassaleikarinn,  Hávarður Tryggvason, ætlar að styrkja starfsemi Grensásdeildar  með því að safna framlögum fyrir "Á rás fyrir Grensás" átak Hollvina Grensásdeildar, í 700 km hjólreiðarferð um Vestfirði, sem hann leggur í þ. 22. júní 2011.
 

 
Farinn verður rangsælis hringur um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða , alls  tæplega  700 km vegalengd og um 5000 metrar í hækkanir. Lagt verður af stað frá Ísafirði  og hjólaðir vesturfirðirnir svokölluðu og komið við í flestum þorpum á leiðinni. Síðan er haldið yfir á Barðaströnd og allir suðurfirðir þræddir allt að Gilsfirði en þar er farið yfir „hálsinn“ á Vestfjörðunum yfir Steinadalsheiði ofan í Kollafjörð við Húnaflóa. Þá er haldið til Hólmavíkur og yfir Steingrímsfjarðarheiði niður í Ísafjarðardjúp og sem leið liggur alla leið til baka til Ísafjarðar.
 
Ferðina fer Hávarður til að fagna 50 ára afmæli  sínu  og til að vekja athygli á átakinu ; Á rás fyrir Grensás sem er yfirskrift söfnunarátaks sem Edda Heiðrún Backman hefur staðið  fyrir undir merkjum Hollvina Grensásdeildar, en markmið þeirra er að safna 500 miljónum króna til nýrrar 1500 fermetra viðbyggingar við Grensásdeild sem mun hýsa sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fleira.  Fjölmargir aðilar hafa nú þegar lagt  átakinu lið og má þar nefna  Gunnlaug Júlíusson langhlaupara sem skokkaði til Akureyrar til styrktar málefninu ! Farinn verður rangsælis hringur um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða , alls  tæplega  700 km vegalengd og um 5000 metrar í hækkanir. Lagt verður af stað frá Ísafirði  og hjólaðir vesturfirðirnir svokölluðu og komið við í flestum þorpum á leiðinni. Síðan er haldið yfir á Barðaströnd og allir suðurfirðir þræddir allt að Gilsfirði en þar er farið yfir „hálsinn“ á Vestfjörðunum yfir Steinadalsheiði ofan í Kollafjörð við Húnaflóa. Þá er haldið til Hólmavíkur og yfir Steingrímsfjarðarheiði niður í Ísafjarðardjúp og sem leið liggur alla leið til baka til Ísafjarðar.

Með bættri þjálfunaraðstöðu í nýju húsnæði skapast tækifæri til að bæta aðstöðu sjúklinga og fjölskyldna þeirra, jafnt innan dyra sem utan. Þar ber hæst nauðsynlegar lagfærar á sjúkraherbergjum, sem verða öll einbýli, þjálfunaríbúð, matsalur, endurhæfingargarður og endurskipulagning lóðar m.t.t. aðkomu og aðgengis.

Ef þú vilt láta gott af þér leiða bendum við þér á heimasíðu Grensásdeildarwww.grensas.is

undir liðnum Á rás fyrir Grensás  eða á söfnunarreikning átaksins, 
reikningsnúmer: 311-26-3110, kennitala: 670406-1210

Örninn hjólreiðaverslun  og Flugfélag Íslands styrkja ferðina.