Apríl 2011

Ingólfur Örn Margeirsson, sagnfræðingur, látinn

Ingólfur Örn Margeirsson, sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður m.m. lést á heimili sínu föstudaginn 15. apríl 2011.  Ingólfur var virkur félagi í Hollvinum Grensásdeildar og var ávallt reiðubúinn að leggja hönd á plóginn í viðleitni HG til bæta aðstöðu og efla starfsemi Grensásdeildar.  Hann skrifaði greinar um þau mál og var talsmaður þeirra í fjölmiðlum.    Við í HG vottum konu hans og fjölskyldunni allri einlæga samúð í þeirra mikla missi og kveðjum Ingólf með innilegu þakklæti fyrir samvinnuna og þann andans auð og gleði sem hún færði okkur.