Góður árangur af góðri söfnun
Edda Heiðrún Backmann Gunnar Finnsson, Þórir Steingrímsson, Orri
Huginn Ágústsson og Þórunn Þórhallsdóttir.
Þá var samþykkt samhljóða að hækka árgjaldið frá 1000 kr. í 1500 kr. og síðan fylgdi formaðurinn eftir starfsáætlun komandi árs. Kosning stjórnar fór fram og eru Edda Bergmann, Guðrún Pétursdóttir, Gunnar Finnsson og Þórunn Þórhallsdóttir, Ottó Schopka aðalmenn og varamenn eru þau Baldvin Jónsson og Guðný Daníelsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Bergur Jónsson og Ellert Skúlason. Edda Heiðrún Bachman var valin sérstakur talsmaður félagsins. Undir liðum önnur mál gerði Orri Huginn Ágústsson grein fyrir söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“ og afhenti fundinum bol Gunnlaugs Júlíusarsonar, er hann var í þegar söfnunin hófst í júlí 2010. Þá kynnti Stefán Yngvason, yfirlæknir á Grensásdeild, teikningar af nýjum bílastæðum er byggðar verða í sumar. Góður árangur af góðri söfnun.