Desember 2010

Sniglarnir safna fyrir Grensás

Forsvarsmenn Sniglanna afhentu formanni HG, Gunnari Finnsyni formanni félagsins, um 230 þús. kr.,  sem þeir vildu gefa til starfsins á Grensásdeild í gegnum HG.  Viðstaddir voru fyrirsvarsmenn Grensásdeildarinnar, ásamt starfsfólki, og fór afhendingin fram á Grensásdeild þriðjudaginn 21. desember sl..  Sniglarnir hafa lagt HG öflugt lið gegnum árin því fyrrverandi formaður Sniglanna,  Baldvin Jónsson,  er varamaður í stjórn HG en situr alla fundi hennar og hefur unnið mikla og góða vinnu í þágu samtakanna