September 2010

Opið hús á Grensásdeild

Þann 20. nóvember nk. verður haldið opið hús á Grensásdeild.  Þá mun vera hægt að skoða húsakynni deildarinnar þar á meðal æfingarsal, sundlaug,  æfingaríbúð og sjúkrastofur.  Eins mun starfsfólk vera til staðar til að leiðbeina og svara spurningum.
 
 
Eru allir félagsmenn HG og aðrir velunnarar Grensásdeildar hvattir til að merkja við 20. nóvember á dagatalinu sínu eða í huganum og að koma og hvetja aðra til þess.