September 2010

Ómar afhenti HG 418.000,- kr.!

Í upphafi frábærrar og sérstakrar afmælisdagskrár Ómars Ragnarsonar í Salnum í Kópavogi dags.16.09.2010 fyrir fullu húsi, afhenti hann Hollvinum Grensásdeildar fjárhæð kr.418.000,- til eflingar endurhæfingadeildar Grensásdeildar.  Gunnar Finnsson, formaður HG, veitti þessari fjárhæð móttöku, ásamt þeim Stefáni Yngvassyni, yfirlækni Grensásdeildar og Þóri Steingrímssyni,  varaformanni samtakanna.
  
               
 
Gunnar flutti stutt þakkarávarp og rifjaði upp er þeir Ómar voru skólabærður.  Þá tók dagskráin við og Ómar söng við undirleik Hauks Heiðars Ingólfssonar, læknis.  Þá komu fram meðlimir Sumargleðinnar, þau Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Magnús Ólafsson, ásamt norðlenskri hljómsveit og söngvurum.  Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var meðal áhorfenda ásamt öðrum góðum gestum og var kvöldið hin mesta skemtun og var afmælisdagskráin mjög eftirminnileg fyrir alla þá er hana sóttu.