September 2010

Takk fyrir sem hlupu fyrir Hollvini Grensásdeildar!

Um 19 hlauparar skráðu sig í Reykjavíkurmaraþonið 2010 og söfnuðu fyrir Hollvini Grensásdeildar kr.441.098,- og eiga miklar þakkir skilið fyrir þetta frábæra framtak.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig safnaðist þessi upphæð til félagsins og kemur að góðum notum.  Hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.   Hægt er að heita á einstaklinga og boðhlaupslið. Aftur miklar þakkir!