Ágúst 2010

Ein leið hjá Eddu Heiðrúnu!

Fimmtudaginn 26.08.2010 var opnuð sýning Eddu Heiðrúnar Backman, heiðursfélaga Hollvina Grensásdeildar, á u.þ.b. 40 munnmáluðum vatnslistaverkum, olíumálverkum og glerlistaverkum er hún hefur unnið að s.l. tö ár að Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík undir heitinu "Ein leið".  Mikill fjöldi var við opnunina og spiluð var létt lifandi tónlist, skemmtikraftar komu í heimsókn og bornar voru fram veitingar, að hætti Eddu Heiðrúnar.   Allur ágóði af sýningunni mun renna til góðgerðarmála.