Ágúst 2010

Ómar safnar fyrir Grensás!

Íslendingar hafa að undanförnu verið hvattir til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugsafmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu Íslenskrar náttúru.   Þannig hljóðaði  auglýsing á nýlegri síðu sem finna má á samskiptavefnum facebook.  Það er athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel sem stendur fyrir síðunni.   Ómar sagði í viðtali að allt sem safnast á reikning hans fram til 16. September umfram það er hann þarfnast  verður gefið Grensásdeildinni eða öðrum líknarfélögum.  
 
 
Þetta eru góðar fréttir fyrir Grensásdeild og ekki síðu Holvina Grensásdeildar, er staðið hafa fyrir söfnuninni „Á rás fyrir Grensás“.   Eru landsmenn því hvattir til að styrkja Ómar, því það sem umfram safnast rennur til góðra málefna.  Hægt er að leggja inn á reikning Ómars sem hefur verið stofnaður en reikningsnúmerið er 0130 26 160940 og kennitala 160940 4929.