Ágúst 2010

Grenndarkynning framundan!

Heimasíða HG hefur fregnað að skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt að heimila grenndarkynningu á framkvæmdum er varða endurbót á bílstæðum við Grensás og hún muni taka um 30 daga. Ekki er búist við athugasemdum nágranna, enda engin fjölgun bílastæða. Á þessum tíma verður gengið frá undirbúningi framkvæmdar með framkvæmdasýslunni LSH og um leið og framkvæmdasýslan hefur staðfest verkefnið er hægt að inna af hendi greiðslu vegna þess og þá koma fjárhæðir er söfnuðust í söfnunarátakinu “Á rás fyrir Grensás” til góða!    Allt að gerast!