Ágúst 2010

Sigþrúður, ásamt Þóri Steingrímssyni og Eddu Heiðrúnu Backman á góðri stund.

Hlaupið fyrir Grensás! - “Reykjavíkurmaraþonið!

Reykjavíkurmarathonið

Sigþrúður Loftsdóttir,  iðjuþjálfi á Grensásdeild, er sést hér ásamt Þóri Steingrímssyni og Eddu Heiðrúnu Backman, á góðri stund.  Hún hefur eins og í fyrra stutt vel við okkur með því að láta skrá HG sem góðgerðarfélag sem hægt er að heita á í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið þ. 21. ágúst nk.. Það væri því gott ef þið sæuð ykkur fært að benda vinum og vandamönnum á að hægt er að hlaupa fyrir Grensás og/eða styrkja málstaðinn. Það er einfalt að skrá sig og fyrir neðan eru smá leiðbeiningar um það,  sem skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins , þ.e.  Íslandsbanki hafa veitt.
Fyrsta þarf að skrá sig á síðunni www.marathon.is og síðan að skrá málefni á hlaupstyrkur.is.  Báðar heimsíðurnar eru með leiðbeiningar um það hvernig eigi að skrá sig. Textinn að neðan er af heimasíðunni hlaupstyrkur.is. Styðjum starfsemi Grensásdeildar og merkjum við Hollvinir Grensás
Almennt er það svo að þegar þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marathon.is býðst þér í skrefi 4 af 8 að skrá þig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs“ og velja góðgerðafélag í fellilistanum. Síðan þarftu að gera skráningu þína sem góðgerðahlaupara sýnilega á hlaupastyrkur.is með því að velja „nýskráning“. Þau sem ekki völdu góðgerðafélag við skráningu geta valið það við nýskráningu hér á hlaupastyrkur.is. Eftir nýskráningu geta allir sem vilja heitið á þig upphæð að eigin vali með því að senda sms skilaboð eða greiða með kreditkorti.