Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

Gæfa Grensásdeildar

Gæfa Grensásdeildar
Þann 26. apríl. sl. voru 40 ár frá stofnun Grensásdeildar Landspítala. Á þessum tímamótum er mikilvægt að líta til baka og jafnframt að horfa til framtíðar. Frumkvæðið að stofnun deildarinnar áttu Haukur Benediktsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarspítalans og Jón Sigurðsson þáverandi borgarlæknir og sýndu þeir með því framsýni um mikilvægi endurhæfingardeildar við Borgarspítalann.
Allt frá stofnun deildarinnar hefur áhersla verið á þjónustu við þá sem þurfa mikla og sérhæfða endurhæfingu vegna alvarlegra slysa og sjúkdóma. Gæfa Grensásdeildar er heimilislegt, jákvætt og glaðvært andrúmsloft, gott starfsfólk og góður starfsandi. Alla tíð hefur áhersla verið á þverfaglega samvinnu, gott faglegt starf og innleiðingu nýjunga.
 
lesa áfram >>>

Í fréttum var þetta helst

Í fréttum var þetta helst
Grein Sigríðar Guðmundsdóttur hjúkrunardeildarstjóra Grensási (Fréttablaðinu 31. júní 2013):
 
Við heyrum í fréttum af alvarlegum slysum á fólki sem fer á gjörgæslu og í fréttum heyrum við aðeins sagt í „líðan er eftir atvikum“. Þar stoppar fréttaflutningurinn af slysinu en viðkomandi einstaklingur á eftir jafnvel margra mánaða erfiða vinnu í endurhæfingu. Fréttirnar segja okkur ekki hvernig einstaklingunum farnast heldur aðeins hvort þeir lifa eða deyja. Afdrifin geta orðið mjög alvarleg fyrir þann sem að slasast og einning alla fjölskylduna. Að lamast eftir slys eða alvarlegan sjúkdóm er áfall sem tekur langan tíma fyrir einstakling að aðlagast og að læra upp á nýtt að lifa við breyttar aðstæður.
 
lesa áfram >>>

Björgunarafrekin við Grensás

Björgunarafrekin við Grensás
Grein Gunnars Finnssonar rekstrarhagfræðings og formanns Hollvina (Mbl. 1. júní 2013): 
Grensásdeild LSH er miðstöð frumendurhæfingar á Íslandi fyrir fólk sem orðið hefur fyrir færniskerðingu af völdum mænuskaða, heilaskaða, fjöláverka og margvíslegra sjúkdóma. Hinn 31. maí nk. verður því fagnað að liðin eru 40 ár síðan deildin tók til starfa. Og hvílíkt starf, sem hefur gert þúsundum manna og kvenna kleift að geta horfið til fullrar vinnu á ný og gert enn fleirum mögulegt að sinna nauðþurftum sínum sjálft.
 
lesa áfram >>>

Grensásdeild -- brú út í lífið

Grensásdeild -- brú út í lífið
Grein Þorgerðar Valdimarsdóttur félagsráðgjafa á Grensásdeild (Fréttablaðið 1. júní 2013):
Grensásdeild fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Eins og mörgum er kunnugt fer þar fram endurhæfing þeirra sem glíma við margvíslegar afleiðingar slysa eða langvinnra sjúkdóma, s.s. heila- og mænuskaða, afleiðingar heilaáfalla og miklu fleira.
 
lesa áfram >>>

Enginn getur tekið tónlistina af mér

Enginn getur tekið tónlistina af mér
Viðtal við Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara (Fréttatíminn 30. maí 2013): „Ég fékk aðsvif, datt niður tröppur og var svona ótrúlega óheppin að ég fékk mænuskaða,“ segir Helga Þórarinsdóttir. „Þetta gerðist eins og slys gerast. Ég fór út að borða með vinkonu minni og þegar við komum út þá leið yfir mig. Þetta hafði aldrei komið fyrir mig áður. Það næsta sem ég man er að ég ligg í götunni og sjúkrabíll er kominn. Ég man að ég hugsaði þá að þetta hlyti að vera eitthvað alvarlegt.“
 
 
lesa áfram >>>

Grensásdeild 40 ára

Grensásdeild 40 ára
Grein Stefáns Yngvasonar yfirlæknis á Grensásdeild (Vísir 3. maí 2013): Starfsfólk og velunnarar Grensásdeildar fagna á þessu ári 40 ára afmæli deildarinnar. Frá opnun hennar þann 26. apríl 1973 hefur endurhæfing verið hinn rauði þráður starfseminnar. Með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 var svo endurhæfingarhlutverk deildarinnar fest í sessi gagnvart sjúklingum á öllum deildum í Fossvogi og við Hringbraut.
lesa áfram >>>

Sparnaður eða sóun í heilbrigðiskerfinu??

Sparnaður eða sóun í heilbrigðiskerfinu??
Grein eftir Sigrúnu Knútsdóttur, sem birtist upprunalega í Morgunblaðinu, 22. 3. 2009.
 
Enn einu sinni er niðurskurðarhnífnum beitt innan heilbrigðiskerfisins, ekki síst á Landspítala. Starfsmenn spítalans eru reyndar orðnir vanir árvissum sparnaðarkröfum og hafa brugðist við þeim eftir bestu getu. Að þessu sinni er þó kutinn beittari en nokkru sinni fyrr.
 
Árið 2004 varð niðurskurður innan endurhæfingarsviðs Landspítala mjög mikill og var starfsfólki í sjúkra- og iðjuþjálfun þá fækkað töluvert í sparnaðarskyni. Breytingin á mönnun hjá þessum faghópum hefur valdið auknu álagi á starfsfólkið en brugðist hefur verið við með breyttu verklagi og með því að forgangsraða hvaða sjúklingar eiga að fá þjónustu og hversu mikla. Alltaf hefur verið haldið uppi eins góðri þjónustu og mögulegt er miðað við ríkjandi aðstæður.
lesa áfram >>>

Út í lífið á ný

Út í lífið á ný
Eftir Ingólf Margeirsson. Greinin birtist upprunalega í Morgunblaðinu 14. 3. 2009
 
Yfirvöld keppast nú um að spara og skera niður útgjöld til að efla ríkissjóð í því skyni að greiða niður svimandi skuldir í kjölfar efnahagshrunsins. Niðurskurðurinn er á öllum sviðum, einnig þar sem hann er sem sársaukafyllstur og kannski ónauðsynlegur eins og víða í heilbrigðisþjónustu.
 
 
 
lesa áfram >>>

Níðst á þeim sem minnst sín mega

Níðst á þeim sem minnst sín mega
Stórskerðing þjónustu Grensásdeildar
 
e. Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og formaður Hollvina Grensásdeildar:
 
Böðulsöx niðurskurðar á heilbrigðissviðinu hefur á ný verið hafin og höggvið af Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss svo mjög að það eyðileggur möguleika hennar á að gegna áfram því lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu landsins og lífi þúsunda einstaklinga, sem hún gert með svo glæsilegum árangri hingað til.
lesa áfram >>>

Grein eftir Gunnar Finnsson, formann HG

Grein eftir Gunnar Finnsson, formann HG
Tilgangur þessarar greinar er að setja fram í mjög grófum dráttum hugleiðingar um eina leið, en ekki þá einu, til að breyta núverandi fyrirkomulagi á fjármögnun og ufirstjórn heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
lesa áfram >>>
Eldri

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn