Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

 

 Haustið 2009 gengust Edda Heiðrún Backman og Hollvinir Grensásdeildar  í samvinnu við RÚV fyrir landssöfnun sem kallaðist Á rás fyrir Grensás, til uppbyggingar og endurbóta á Grensásdeild.

Fjöldi listamanna kom fram í fjölbreyttri dagskrá sem sýnd var  föstudagskvöldið 25. september 2009 á besta sýningartíma. Dagskráin vakti mikla athygli og gríðarlegur fjöldi fólks lagði fé af mörkum til styrktar átakinu. Meira en 100 milljónir króna söfnuðust á þessu eina kvöldi. 

Enn leggja menn fram fé til söfnunarinnar með ýmsum hætti, t.d. Reykjavíkurmaraþoni og öðrum áheitum. 

 

 

 


 
 

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn